Fréttir

Fyrirsagnalisti

Hamfarir - Vísindalæsi

Hamfarir - Ný bók fyrir forvitna krakka - 25. október 2023

Í bókinni Hamfarir er fjallað um nokkra glötuðust atburðina sem orðið hafa í sögu Jarðar. Hvað gerðist þegar risaeðlurnar dóu út? Hvernig varð tunglið til? Árekstrar, snjóboltajörð og risaeldgos

Lesa meira
Solkerfid_cover

Sólkerfið - léttlestrarbók úr nýjum bókaflokki - 09. desember 2021

Sólkerfið er léttlestrarbók fyrir krakka úr nýjum bókaflokki um náttúruna, vísindi og tækni. Bókin hentar öllum þeim sem eru að læra að lesa og auðvitað þeim foreldrum sem vilja lesa eitthvað fróðlegt og skemmtilegt með börnunum sínum.

Lesa meira

Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna - 10. janúar 2017

Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna fjallar um undrin sem sjá má á næturhimninum, frá sólsetri til sólarupprásar.

Lesa meira
Hámark deildarmyrkva 20. mars 2015. Mynd: Gunnlaugur Björnsson/Hermann Hafsteinsson/Stjörnufræðivefurinn

Hvað er sólmyrkvi? - 06. mars 2015

Föstudagsmorguninn 20. mars 2015 verður mesti sólmyrkvi sem sést hefur frá Íslandi í 61 ár. Ef veður leyfir sést myrkvinn vel frá landinu öllu. Í tilefni myrkvans færa Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness , Stjörnufræðivefurinn og Hótel Rangá öllum grunnskólanemendum og kennurum þeirra sérstök sólmyrkvagleraugu svo allir geti fylgst með þessu sjaldgæfa sjónarspili á öruggan hátt.

Lesa meira
Þríhyrningsþokan Messier 33 í stjörnumerkinu Þríhyrningnum. Mynd: ESO

Búum við í eyju-alheimi? - 07. ágúst 2014

Stjörnustöð evrópulanda á suðurhveli hefur birt nýja og glæsilega mynd af Þríhyrningsþokunni. Lesa meira
Kórónuregn á sólinni

Steypiregn… á sólinni - 01. júlí 2014

Stundum er vont veður á sólinni, alveg eins og á Jörðinni, bálhvasst og úrhellisrigning. Ólíkt stormum á Jörðinni er regnið á sólinni ekki úr vatni, heldur rafmögnuðu, ofurheitu gasi sem kallast rafgas eða plasma.

Lesa meira
Hubble Ultra Deep Field 2014

Út að endimörkum alheimsins - 05. júní 2014

Hvað gerist ef við beinum Hubble geimsjónaukanum að svæði sem virðist tómt á himninum? Útkoman er mynd sem ferðast með okkur út að endimörkum alheimsins!

Lesa meira
Teikning listamanns af segulstjörnu í stjörnuþyrpingunni Westerlund 1

Ráðgáta um geimsegla leyst! - 13. maí 2014

Við uppgötvun sífellt eitthvað nýtt um alheiminn. Sumar uppgötvanir eru áhugaverðari en aðrar — eins og til dæmis uppgötvun þessarar viku sem leysir 35 ára gamla ráðgátu

Lesa meira
Teikning af reikistjörnunni Beta Pictoris b

Tíminn flýgur á fjarlægum hnetti - 29. apríl 2014

Sólarhringurinn er mismunandi milli reikistjarna Til dæmis er sólarhringurinn á Júpíter aðeins 10 klukkustundir. Nú hafa stjörnufræðingar líka mælt lengd sólarhringsins á reikistjörnu fyrir utan sólkerfið okkar!

Lesa meira
Stjörnumyndunarsvæðið Gum 41

Geimþokur eru ekki góðir felustaðir - 16. apríl 2014

Á þessari nýju stjörnuljósmynd sést geimský (eða þoka) sem kallast Gum 41. Skýið er úr vetni, algengustu gastegundinni í alheiminum. Lesa meira
Teikning af hringum í kringum smástirnið Chariklo

Hringar í kringum smástirni - 26. mars 2014

Stjörnufræðingar hafa í fyrsta sinn fundið hring í kringum smástirni.

Lesa meira
Smástirnið (25143) Itokawa í návígi

Smástirni með hjarta úr steini - 05. febrúar 2014

Stjörnufræðingar hafa í fyrsta sinn kannað það sem leynist innan í smástirninu Itokawa. Í ljós kom að smástirnið varð til þegar tvö smástirni rákust á og festust saman!

Lesa meira
Teikning listamanns af reikistjörnu sem Hubble fann nýlega út að hefði vatn í lofthjúpi sínum

Ertu þyrst(ur)? - 11. desember 2013

Er vatn á öðrum hnöttum? Já! Með hjálp Hubble geimsjónaukans öfluga hafa vísindamenn fundið vatn í lofthjúpum fimm fjarlægra pláneta! Lesa meira
Fjölhala smástirnið P/2013 P5 á mynd Hubble geimsjónauka NASA og ESA

Hvenær er halastjarna ekki halastjarna? - 07. nóvember 2013

Á myndinni sést fyrirbæri sem lítur út eins og halastjarna. Í raun er þarna þó smástirni. En hvers vegna er það með hala?

Lesa meira
Toby Jug þokan á mynd Very Large Telescope ESO

Skál fyrir miðaldra stjörnu! - 09. október 2013

Á næturhimninum á suðurhveli, í órafjarlægð frá Jörðinni, er Toby Jug þokan, sem sést í ótrúlegum smáatriðum á þessari nýju ljósmynd. Föla gasskýið umlykur rauða risastjörnu sem er fimm sinnum efnismeiri en sólin okkar!

Lesa meira
Stjörnumyndunarsvæðið Kattarloppuþokan með augum ArTeMIS

Veiðigyðjan fangar bráð sína - 25. september 2013

Artemis er veiðigyðjan og með þessari mynd hefur hún fangað bráð sína: Kattarloppuþokuna. Á myndinni sést stórt ský úr litríku gasi þar sem fjöldinn allur af ungbarnastjörnum eru að fæðast!

Lesa meira
Nákvæm mynd af Rækjuþokunni (IC 4628) frá VST sjónauka ESO

Hafsjór af stjörnum - 18. september 2013

Hér sést Rækjuþokan. Á myndinni eru mörg hundruð bláleitar stjörnur, glitrandi innan um glóandi gasský. Litadýrð þokunnar veldur því að hún minnir á rækju, syndandi í hafdjúpinu.

Lesa meira
Teikning af miðbungu Vetrarbrautarinnar

Hnetan í hjarta Vetrarbrautarinnar - 12. september 2013

Stjörnufræðingar hafa lengi átt í stökustu vandræðum með að kortleggja miðbungu Vetrarbrautarinnar. Nú hefur hins vegar óvænt komið í ljós að miðbungan er eins og hneta í laginu!

Lesa meira
Tvískauta hringþokan Hubble 2

Geimfiðrildi fljúga í sömu átt - 04. september 2013

Þegar stjörnur á borð við sólina okkar deyja varpa þær ystu gaslögum sínum út í geiminn, líkt og þær drægju andann í hinsta sinn. Gasið svífur út í geiminn og myndar falleg og tignarleg ský — hringþokur.

Lesa meira
Á þessari mynd frá Chandra röntgengeimsjónaukanum sést miðja Vetrarbrautarinnar og sú ringulreið sem þar ríkir. Í miðjunni lúrir skrímsli: Risasvarthol!

Handan sjóndeildarhringsins - 03. september 2013

Chandra röntgengeimsjónauki NASA hefur náð nýrri mynd af ringulreiðinni í miðju Vetrarbrautarinnar. Bláa móðan er gríðarlega heitt gas á sveimi í kringum sannkallað skrímsli: Risasvartholið! Lesa meira
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, skoðar Jörðina með áhugasömum leikskólakrökkum. Mynd: Stjörnufræðivefurinn/Andri Ómarsson

Allir leik- og grunnskólar á Íslandi fá góða gjöf - 30. ágúst 2013

Allir ættu að vita sitthvað um plánetuna sína. Til að hjálpa til við það hafa allir leik- og grunnskólar á Íslandi fengið góða gjöf: Jarðarbolta.

Lesa meira
stjarna, sólin, þróun stjörnu, HIP 102152, tvíburasystir sólar

Framtíðin er björt - 28. ágúst 2013

Hvernig mun sólin okkar líta út eftir 4 milljarða ára? Stjörnufræðingar hafa fundið elstu tvíburasystur sólar hingað til sem hjálpar okkur að svara þessari spurningu! Lesa meira
NGC 1232, vetrarbraut, árekstur vetrarbrauta

Risavaxinn geimárekstur - 27. ágúst 2013

Þegar árekstrar verða á Jörðinni, til dæmis milli tveggja bifreiða, eru þeir yfirstaðnir á sekúndubroti. Árekstrar milli vetrarbrauta eru löturhægir og standa yfir í milljónir ára. Hér sést risavaxinn geimárekstur sem mun standa yfir í um 50 milljónir ára! Lesa meira
Herbig-Haro 46/47, myndun stjörnu

Tilkynning um fæðingu í geimnum - 21. ágúst 2013

Barnastjörnur í geimnum geta verið mjög ofsafengnar. Þær kasta frá sér efni á ógnarhraða — stróka sem ferðast á mörg þúsund kílómetra hraða á klukkustund.

Lesa meira
NGC 2020, NGC 2014, Stóra Magellansskýið, stjörnumyndunarsvæði

Öld könnunar - 08. ágúst 2013

Sextánda öldin í Evrópu var öld könnunar. Evrópumenn sigldu um heimsins höf og könnuðu nýjar lendur. Á þessum tíma fundu þeir Ameríku, Afríku, Asíu og Eyjaálfu. Sumir landkönnuðurnir fundu líka ný fyrirbæri á næturhimninum. Lesa meira
COSMOS sviðið, vetrarbrautir

Gluggi út í alheiminn - 01. ágúst 2013

Ímyndaðu þér að útsýnið úr herbergisglugganum þínum væri svona. Hvað sæir þú fyrst? Líklega stóru, bláu stjörnum á víð og dreif um myndina. En ef við þysjum lengra út, hvað sérðu þá? Mörg hundruð fjarlægar vetrarbrautir! Hver einasti litli punktur á myndinni er vetrarbraut sem inniheldur milljarða stjarna! Lesa meira
HD 189733, HD 189733b, reikistjarna, fjarreikistjarna

Rjúkandi heitur lofthjúpur fýkur út í geiminn! - 30. júlí 2013

Stjörnufræðingar hafa rannsakað lofthjúp bláu reikistjörnunnar HD 189733b og komist að því að hann sýður og rýkur út í geiminn! Lesa meira
NGC 253, Myndhöggvaraþokan, gasútstreymi

Upphaf og endir stjörnumyndunarhrina - 24. júlí 2013

Myndhöggvaraþokan er ein nálægasta vetrarbrautin við okkur. Hún er mjög upptekin við að framleiða stjörnur í því sem kallast „stjörnumyndunarhrina“. Slíkar hrinur standa alla jafna stutt yfir hvað stöðvar þessa öru myndun nýrra stjarna? Lesa meira
Jörðin, tunglið, Satúrnus

Dagurinn þegar heimurinn brosti - 23. júlí 2013

Þann 19. júlí 2013 tók Cassini geimfarið, sem er á sveimi um Satúrnus í meira en eins milljarðs kílómetra fjarlægð, mynd af Jörðinni! Lesa meira
svarthol, risasvarthol, vetrarbrautin okkar

Spagettíáhrifin - 15. júlí 2013

Stjörnufræðingar fylgjast nú náið með sjaldséðum atburði: Risasvartholinu í miðju okkar vetrarbrautar gæða sér á gasskýi!

Lesa meira
hringþoka, NGC 2392, Eskimóaþokan, Trúðaþokan

Trúður á himninum - 15. júlí 2013

Á myndinni sést hringþoka, leifar stjörnu sem dó hægt og rólega. Þessi tiltekna þoka nefnist „Trúðaþokan“, sérðu hvers vegna?

Lesa meira
Teikning af djúpbláu reikistjörnunni HD 189733b

Hinn blái hnötturinn - 09. júlí 2013

Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu í öðru sólkerfi sem er blár á litinn. Blái liturinn er þó ekki kominn til vegna hafa, heldur glerögnum sem glitra bláum lit. Lesa meira
stjarna, risastjarna, myndun stjarna

Stærsta barnastjarnan í Vetrarbrautinni - 09. júlí 2013

Stjörnufræðingar hafa beitt ómskoðun til að finna stjörnu á fósturstiginu vaxa í stærsta móðurkviði sem fundist hefur í Vetrarbrautinni okkar! Lesa meira
GJ 3470b, reikistjarna, fjarreikistjarna

Heiðskírar nætur á risajörð - 06. júlí 2013

Það er auðvelt að vera góðu vanur í lífinu... sérstaklega því sem við sjáum ekki. Í dag ætlum við að velta fyrir okkur hversu heppin við erum að reikistjarnan okkar hafi ósýnilegan hjúp: Lofthjúp!

Lesa meira
vetrarbraut, dulstirni

Heldur þú að þú sitjir kyrr? - 01. júlí 2013

Stjörnufræðingar hafa komið auga á vetrarbraut í kastljósi enn fjarlægari vetrarbrautar. Kastljósið leyfir þeim að sjá vetrarbrautina svolgra í sig gas! Lesa meira
Gliese 667C, Gliese 667Cd, reikistjarna, fjarreikistjarna

Gullbrá og reikistjörnurnar þrjár - 22. júní 2013

Stjörnufræðingar hafa fundið þrjár reikistjörnur í nálægu sólkerfi þar sem hitastigið er mátulegt fyrir fljótandi vatn! Lesa meira
Arp 142, vetrarbrautir,

Skrá yfir sérkennilegar vetrarbrautir - 21. júní 2013

Hubble geimsjónaukinn tók þessa mynd af mörgæs í geimnum sem gætir eggsins síns! Lesa meira
svarthol, risasvarthol, virkur vetrarbrautarkjarni

Gráðugt skrímsli undir rykteppi - 18. júní 2013

Í miðju næstum allra vetrarbrauta leynist risavaxið skrímsli. Sum dorma í myrkrinu og bíða þess eins að næsta fórnarlamb hætti sér of nærri. Þessi skrímsli eru svarthol og þegar þau nærast, verða til björtustu og orkuríkustu fyrirbærin í alheiminum: Virkir vetrarbrautakjarnar! Lesa meira
NGC 3766, stjörnuþyrping, lausþyrping, stjörnur

Hafa stjörnur púls? - 08. júní 2013

Stjörnufræðingar hafa fundið nýja tegund stjarna sem breyta birtu sinni eins og hjarta sem slær! Lesa meira
Mars Express

Allir um borð í Mars Express - 08. júní 2013

Fyrir tíu árum þaut Mars Express af stað frá Jörðinni og hóf ferðalag sitt til Rauðu reikistjörnunnar. Síðan þá hefur geimfarið hringsólað um Mars og unnið baki brotnu við að varpa ljósi á leyndardóma þessa dularfulla hnattar.

Lesa meira
myndun stjarna, halastjörnuverksmiðja

Þetta er gildra! - 04. júní 2013

Hvernig verða reikistjörnur til? Þessari spurningu er ALMA sjónaukinn að reyna að svara. Nú hafa stjörnufræðingar fundið halastjörnuverksmiðju í fjarlægu sólkerfi

Lesa meira
HD 95086 b, stjarna, reikistjarna

Náðist á mynd! - 03. júní 2013

Árið 1992 var gerð uppgötvun sem breytti sýn okkar á alheiminn: Fyrsta reikistjarnan utan okkar sólkerfis fannst á braut um fjarlæga stjörnu. Lesa meira
NGC 6752, kúluþyrping

Hringrás lífsins - 29. maí 2013

Flestir af þeim agnarsmáu ljóspunktum sem dreifast um næturhimininn hafa verið þar frá upphafi mannkyns. Í raun og veru eru stjörnurnar eins og lífverur sem fæðast, lifa, eldast og deyja. Hvernig þær deyja veltur hins vegar á þyngd þeirra Lesa meira
stjarna, nifteindastjarna, segulstjarna

Furðufugl meðal furðufugla - 28. maí 2013

Fyrirbærið á þessari mynd minnir á brjóstsykur sem búið er að vefja í tannþráð. Í raun er hér þó um að ræða teikningu listamanns af mjög sérkennilegri tegund nifteindastjörnu sem kallast segulstjarna.

Lesa meira
stjörnumyndunarsvæði, geimþoka, Bok-hnoðrar

Fallega bleik - 25. maí 2013

Heimsins besti stjörnusjónauki til að skoða hinn sýnilega alheim varð 15 ára í dag. Af því tilefni var sjónaukanum beint að þessu hátíðlega fyrirbæri Lesa meira
svarthol, risasvarthol, vetrarbraut

Hinn ósýnilegi alheimur opinberaður - 20. maí 2013

Ljósmyndir af himingeimnum eru oft glæsilegar. Eitt það mest spennandi við þær er að mjög gjarnan sýna þær okkur fyrirbæri sem mannsaugað greinir ekki. Það á við um þessa mynd. Í miðjunni lúrir ósýnilegt skrímsli, risasvarthol. Lesa meira
Óríon, stjörnumyndunarsvæði, geimþoka,

Alheimurinn er svalur staður! - 14. maí 2013

Innan í skýinu sem hér sést er um það bil –250°C frost! Þetta er fæðingarstaður stjarna!

Lesa meira
stjörnumyndunarsvæði, NGC 6559, geimþoka

Skýjað og líkur á að stjörnur fæðist - 01. maí 2013

Geimþokur eru ský úr gasi og ryki í geimnum. Þau eru af ýmsum stærðum og gerðum: Sum eru leifar dauðra stjarna en önnur staðir gríðarmikillar stjörnumyndunar, eins og það sem hér sést. Lesa meira
NGC 6240, vetrarbrautir,

Ég sé geislabauginn þinn - 30. apríl 2013

Þótt alheimurinn sé risavaxinn og galtómur eru árekstar milli vetrarbrauta samt sem áður tíðir. Á þessari mynd sést einn slíkur árekstur og gríðarmikið ský úr heitu gasi sem umlykur tvær stórar vetrarbrautir Lesa meira
Júpíter, vatn, reikistjarna, Herschel sjónaukinn

Halastjarna skvettir vatni á Júpíter - 25. apríl 2013

Árið 1994 féll halastjarnan inn í Júpíter og skildi eftir sig mikil ummerki. Ummerkin eru enn greinileg í dag Lesa meira
tvístirni, tifstjarna, nifteindastjarna

Sveigja tímarúmsins - 24. apríl 2013

Fyrir skömmu fannst sérkennilegt kerfi tveggja framandi stjarna á braut um hvor aðra og veita okkur fullkomna rannsóknarstofu til að staðfesta kenningu Einsteins um þyngdakraftinn og kanna hana betur. Lesa meira
ALMA, hrinuvetrarbrautir, vetrarbrautir, myndun stjarna

ALMA staðsetur ungar vetrarbrautir - 17. apríl 2013

Í alheiminum urðu mestu hrinur stjörnumyndunar í mjög rykugum vetrarbrautum. Þetta sama ryk og gerði vetrarbrautirnar frjósamar byrgir okkur líka sýn á þær svo erfitt er að koma auga á þær með venjulegum sjónaukum.

Lesa meira
IC 1295, hringþoka

Þegar sólin hverfur af sjónarsviðinu - 08. apríl 2013

Ef þú lest Space Scoop fréttirnar okkar reglulega hefur þú vafalaust séð fjölmargar glæsilegar myndir af himingeimnum. Þú skalt hins vegar veita þessum græna þokubletti sérstaka athygli því þetta verða örlög sólarinnar okkar í framtíðinni! Lesa meira
svarthol

Á fætur, það er kominn morgunmatur! - 04. apríl 2013

Fyrir nokkrum vikum fylgdust stjörnufræðingar spenntir með því, þegar svarthol rankaði við sér eftir nokkurra áratuga blund og hóf að svolgra í sig kjarngóðan morgunverð!

Lesa meira
NGC 602

Veldi Vetrarbrautarinnar - 02. apríl 2013

Vetrarbrautin okkar er ekki aðens risavaxin bjálkaþyrilþoka heldur líka miðpunktur gríðarmikils veldis og ríkir yfir um 20 smærri vetrarbrautum sem hringsóla í kringum hana. Stjörnurnar og gasbogarnir glóandi þessari mynd eru í einni þessara vetrarbrauta.

Lesa meira
Messier 77, þyrilvetrarbraut, vetrarbraut

Hvað sérðu á þessari ljósmynd? - 28. mars 2013

Ef svarið við spurningunni er „vetrarbraut“ eða, sem væri enn betra, „þyrilvetrarbraut“, þá er það rétt hjá þér!

Lesa meira
NGC 2547, stjörnuþyrping, lausþyrping

Nýgræðingar í Vetrarbrautinni - 25. mars 2013

Á þessari mynd sést hópur nýgræðinga í hverfinu okkar í geimnum. Þessar stjörnur eru ungabörn, ekki nema um 20 til 35 milljóna ára gamlar!

Lesa meira
örbylgjukliðurinn, Planck

Allt hófst með Miklahvelli... en hvað svo? - 22. mars 2013

Geimsjónauki sem kallast Planck hefur verið að rannsaka elsta ljós heimsins sem varð til skömmu eftir upphaf alheimsins! Athuganir sjónaukans hafa nú verið settar saman í þetta kort en það sýnir alheiminn í barnæsku. Lesa meira
sprengistjarna, sprengistjörnuleif, 1604

Stjarnan sem lifði tvöföldu lífi - 19. mars 2013

Árið 1604 birtist ný stjarna á næturhimninum. Hún skein skærar en allar aðrar stjörnur og var meira að segja sýnileg um hábjartan dag um þriggja vikna skeið! Lesa meira
NGC 1637, vetrarbraut, þyrilvetrarbraut

Friðurinn rofinn í friðsælli vetrarbraut - 19. mars 2013

Árið 1999 sveif þessi vetrarbraut friðsamlega um geiminn. Skyndilega var friðurinn rofinn með mikilli sprengingu Lesa meira
ALMA, sjónauki, útvarpssjónauki, útvarpsstjörnufræði

Leitin að uppruna okkar í alheiminum hefst - 13. mars 2013

Í dag opnaði glænýr sjónauki sem nefnist ALMA augun. Þessi risasjónauki er sá stærsti í heiminum:

Lesa meira
47 Tucanae, kúluþyrping

Dularfullt framhaldslíf risastjarna - 06. mars 2013

Nifteindastjörnur eru leifar stjarna sem hafa sprungið. Þær eru þéttustu fyrirbærin í alheiminum á eftir svartholum en hversu stórar eru þær?

Lesa meira
myrkvatvístirni, tvístirni

Geimkerti varpa ljósi á stærð alheimsins - 06. mars 2013

Mjög erfitt er að mæla fjarlægðir í geimnum: Í hundrað ár hafa stjörnufræðingar reynt mæla nákvæmlega fjarlægðina til næstu vetrarbrautar, Stóra Magellansskýsins. Hvers vegna skyldi það vera mikilvægt? Lesa meira
dulstirni, svarthol, risasvarthol

Önnur hlið á vetrarbrautarskrímsli - 02. mars 2013

Á þessari teikningu sést það sem lítur út fyrir að vera öflugur leysigeisli til að tortíma reikistjörnum úr vísindaskáldskap eins og Stjörnustríði. Og þetta er það næstum því! Það sem hér sést er miðja einnar virkustu vetrarbrautar í alheiminum. Miðjur vetrarbrauta af þessu tagi gefa frá sér ótrúlega mikla orku — þær eru bjartari en um 100 venjulegar vetrarbrautir samanlagt! Lesa meira
HD 100546, stjarna, reikistjarna, myndun sólkerfis, fjarreikistjarna, frumreikistjarna

Til hamingju, það er reikistjarna! - 26. febrúar 2013

Þegar kona er ólétt fer hún í ómskoðun til þess að læknar geti skyggnst inn í móðurlífið og kannað hvernig barnið þroskast. Stjörnufræðingar gerðu nýlega svipaðar athuganir á nálægri stjörnu — fyrir slysni! Þegar þeir skoðuðu gas- og rykskífu í kringum stjörnuna, komu þeir óvænt auga á reikistjörnu á fósturstiginu að þroskast! Lesa meira
W49b, sprengistjarna, sprengistjörnuleif

Yngsta svartholið - 20. febrúar 2013

Þegar stjörnufræðingar notuðu Chandra röntgengeimsjónaukann tóku þeir eftir sérkennilegri, afmyndaðri lögun sprengistjörnuleifar og vissu strax að eitthvað óvenjulegt hafði átt sér stað. Eftir að hafa gaumgæft gögnin áttuðu stjörnufræðingarnir sig á því að þeir gætu hafa fundið ungt svarthol í þessu skýi!

Lesa meira
Satúrnus, stafnhögg, segulsvið, Cassini

Siglt í sólvindinum - 16. febrúar 2013

Hefur þú einhvern tímann séð norðurljósin? Mörgu fólki finnst dansandi norðurljós á himninum eitt það fallegasta sem það hefur séð! Þessi fallegu ljós verða til vegna agna sem streyma frá sólinni til jarðar með „sólvindinum“. Vissir þú að Satúrnus hefur líka norðurljós? Lesa meira
SN 1006, sprengistjörnuleif

Að rekja uppruna geimgeisla - 16. febrúar 2013

Geimgeislar eru mjög orkuríkar agnir sem eiga rætur að rekja fyrir utan sólkerfið okkar. Þeir veita okkur mikilvægar upplýsingar um efnið djúpt utan úr geimnum. En hvaðan koma þeir eiginlega? Lesa meira
NGC 6357, humarþokan, geimþoka

Humar í geimnum - 13. febrúar 2013

Stjörnufræði hjálpar okkur að ráða fram úr leyndardómum alheimsins. Hún snýst ekki aðeins um að taka fallegar myndir, þótt við njótum þeirra vissulega. Þessi glæsilega mynd er af hinni svokölluðu „Humarþoku“ en hana tók sjónauki sem kallast VISTA og hefur það hlutverk að kortleggja himininn. Lesa meira
NGC 6520, Barnard 86, skuggaþoka, stjörnuþyrping

Blekklessupróf - 13. febrúar 2013

En glæsileg mynd af stjörnuskara frá Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli! En bíðum við, það er eins og einhver hafi hellt einhverju niður á miðja myndina. Að minnsta kosti datt stjörnufræðingnum sem sá þennan blett fyrstur manna það í hug. Hann lýsti fyrirbærinu sem „blekdropa á björtum himni“. Lesa meira
efnisskífa, myndun reikistjarna, sólkerfi, plánetur

Að mæla þyngd í geimnum - 11. febrúar 2013

Appelsínugula skýið á þessari tölvugerðu mynd er skífa úr afgangsefni frá myndun stjörnu sem er í miðjunni. Í skífu eins og þessari eru öll hráefnin í reikistjörnur! Ef stjörnufræðingar vilja vita hversu margar reikistjörnur skífan gæti búið til, þarf að kanna hversu þung hún er.

Lesa meira
geimþoka, risabóla

Fallegt en hættulegt - 24. janúar 2013

Á nýrri mynd sést bleikglóandi gasbóla fyrir framan stjörnur í bakgrunni. Þetta er fallegt ský en hættulegt!

Lesa meira
Mávaþokan, geimþoka, IC 2177, Sh 2-292, RCW 2, Gum 1,

Vængir Mávaþokunnar - 21. janúar 2013

Stjörnurnar og gasslæðurnar á þessari mynd eru hluti af fallegri þoku sem kallast Mávaþokan. Þetta stóra fyrirbæri, sem er í laginu eins og fugl, samanstendur af þremur stórum gasskýjum: Höfði og tveimur vængjum. Lesa meira
NGC 1999, skuggaþoka, geimþoka, Óríon

Að kveikja í himninum - 21. janúar 2013

Stjörnur verða til djúpt innan í þykkum gas- og rykskýjum í geimnum. Til að skoða þessa fæðingarstaði stjarna þurfa stjörnufræðingar að smíða sérstaka sjónauka sem nema ljós sem við greinum ekki með eigin augum. Lesa meira
Betelgás, Óríon

Staðið á herðum risa - 21. janúar 2013

Stjarnan á miðri myndinni heitir Betelgás og er í stjörnumerkinu Óríon. Hún hefur varpað frá sér miklu efni út í geiminn þar sem hún er í þann mund að enda ævi sína sem sprengistjarna! Lesa meira
Reull Vallis, árfarvegur, Mars

Þegar rauða reikistjarnan var blá - 21. janúar 2013

Mars er sú reikistjarna sem líkist jörðinni okkar. Við komumst alltaf sífellt betur að því að í langan tíma var Mars í raun blá reikistjarna, þakin stöðuvötnum, ám og höfum eins og jörðin!

Lesa meira
Lupus 3, skuggaþoka, geimþoka

Ljós úr myrkrinu - 14. janúar 2013

Ekki er allt sem sýnist, sérstaklega í himingeimnum. Á auðu svæðunum á himninum eru gjarnan áhugaverðustu fyrirbærin falin. Þessi nýja og fallega ljósmynd sýnir glóandi ský úr geimryki fyrir framan skínandi stjörnur í bakgrunni.

Lesa meira
tifstjarna, sprengistjarna,

Hringdi einhver í Draugabanana? - 12. janúar 2013

Margt fólk víða um heim trúir því að draugar séu til og segjast sumir meira að segja hafa séð drauga. Þú getur nú talið sjálfa(n) þig þeirra á meðal! Þessi draugalega mynd sýnir nefnilega massamikla stjörnu í framhaldslífi sínu. Segja mætti að hún sé „draugastjarna.“

Lesa meira
47 Tucanae, kúluþyrpingin

Myndræn kúluþyrping - 25. desember 2012

Stjörnufræðingar hafa tekið mynd af kúluþyrpingu sem geymir margar framandi stjörnur

Lesa meira
HD 142527, fjarreikistjörnur, myndun sólkerfis

Gassvolgrandi risar - 25. desember 2012

Með því að nota stóran, öflugan og nýjan sjónauka sem heitir ALMA hafa stjörnufræðingar komið auga á forvitnilega gasstrauma sem rekja má til risareikistjarna í fæðingu

Lesa meira
NGC 6388, kúluþyrping

Að vera ungur í anda - 17. desember 2012

Sumt fólk er í fullu fjöri á níræðisaldri á meðan aðrir eru ellihrumir um fimmtugt. Hvernig fólk eldist veltur ekki aðeins á fjölda ára sem það hefur lifað, heldur líka hvernig það hefur lifað. Svo virðist sem hið sama eigi við um stjörnuþyrpingar!

Lesa meira
NGC 5189, hringþoka,

Jólagjöf úr geimnum - 17. desember 2012

Hubble geimsjónaukinn hjálpar okkur að komast í jólaskapið með þessari nýju litríku ljósmynd. Gasslæðurnar sem dansa á myndinni minna á skínandi borða í geimnum, svipaða þeim sem maður vefur utan um jólagjafir. Lesa meira
NGC 3627, þyrilvetrarbraut, vetrarbraut

Megi krafturinn vera með þér - 17. desember 2012

Fallega vetrarbrautin sem sést á myndinni hér fyrir ofan er hluti af kerfi þriggja vetrarbrauta sem þyngdarkrafturinn bindur saman og kallast Ljónsþrenningin. Hún er þyrilvetrarbraut sem hefur afmyndast vegna þess að nágrannar hennar toga í hana.

Lesa meira
NGC 922, vetrarbraut, hringvetrarbraut

Vetrarbraut í skotlínunni - 06. desember 2012

Alheimurinn er stór og að mestu tómur. Þrátt fyrir það verða stundum árekstrar í geimnum. Sjáðu til dæmis þessa mynd: Hún lítur út eins og risastórt skotmark. Fyrir um 300 milljónum ára þaut smærri vetrarbraut beint í gegnum mitt skotmarkið! Lesa meira
Kjalarþokan, Carina nebula, NGC 3372, Eta Carinae

Skærar stjörnur á dimmum himni - 06. desember 2012

Ný og gullfalleg stjörnuljósmynd sýnir litríkt svæði gass, ryks og stjarna sem kallast Kjalarþokan. Þarna eru stjörnur að fæðast! Lesa meira
vetrarbrautir, virkar vetrarbrautir, grænar baunir

Frá litlum grænum körlum til stórra grænna vetrarbrauta! - 06. desember 2012

Stjörnufræðingar hafa fundið nýja og bjarta tegund vetrarbrauta sem er eiturgræn á litinn. Þessar vetrarbrautir hafa verið kallaðar grænar baunir!

Lesa meira
brúnn dvergur, reikistjörnur

Frá ögnum til reikistjarna - 29. nóvember 2012

Við höfum lengi vitað að reikistjörnur verða til umhverfis stjörnur. Sólin er til dæmis móðurstjarna allra reikistjarnanna í sólkerfinu okkar. Nú hafa stjörnufræðingar hins vegar fundið vísbendingu um að annars konar fyrirbæri geti líka haft reikistjörnur! Lesa meira
dulstirni, svarthol, risasvarthol

Risastrókur frá risasvartholi - 27. nóvember 2012

Svarthol hafa slæmt orðspor; þau eru þekkt fyrir að sjúga efni til sín svo það sést aldrei aftur. Færri vita að þau mynda stundum öfluga stróka sem varpa efni út í geiminn. Stjörnufræðingar hafa nú uppgötvað orkuríkasta strókinn sem sést hefur en frá honum kemur svo mikið efni að það dygði til að mynda 400 sólir á ári!

Lesa meira
Makemake, dvergreikistjarna

Sköllótti frændi Plútós - 21. nóvember 2012

Makemake, dvergreikistjarna í sólkerfinu okkar, virðist ekki hafa neinn lofthjúp; hann er sköllóttur! Það þýðir að hann getur ekki haldið í þá fáu sólargeisla sem honum berast svo langt frá sólinni en hann er enn lengra frá henni en frændi hans Plútó. Lesa meira
CFBDSIR2149, fjarreikistjarna

Einmana reikistjarna týnd í geimnum - 14. nóvember 2012

Stjörnufræðingar hafa fundið munaðarlausa reikistjörnu á flandri um geiminn. Svo virðist sem hún hafi einhvern tímann skotist burt úr heimkynninum sínum! Lesa meira
hringþoka, geimþoka, Fleming 1

Stjörnur á eftirlaunum gerast myndhöggvarar! - 14. nóvember 2012

Stjörnufræðingar hafa gert óvænta uppgötvun í fallegri geimþoku sem er leifar deyjandi stjörnu, eða öllu heldur stjarna! Lesa meira
kúluþyrping, NGC 6362

Róttækar útlitsbreytingar - 30. október 2012

Í fjarlægri kúluþyrpingu eru stjörnur sem eru óvenju unglegar í útlit, þrátt fyrir að vera um 10 milljarða ára gamlar.

Lesa meira
vetrarbrautin, VISTA, stjörnur

84 milljónir stjarna og fer fjölgandi - 24. október 2012

Stjörnufræðingar hafa tekið mynd sem er 9.000 megapixlar og sýnir meira en 84 milljónir stjarna við miðju Vetrarbrautarinnar.

Lesa meira
Alfa Centauri, Alfa Centauri B, fjarreikistjarna

Sæll granni! - 16. október 2012

Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu í kringum stjörnuna Alfa Centauri B sem er ein af nálægustu stjörnunum við sólina okkar. Reikistjarnan er álíka stór og jörðin en miklu, miklu heitari!

Lesa meira
Títan, Satúrnus, Huygens

Leyndardómar framandi hnattar - 11. október 2012

Í janúar árið 2005 lenti lítið geimfar í fyrsta sinn á hnetti í ytra sólkerfinu: Tunglinu Títan við Satúrnus. Nú hafa vísindamenn fundið út að á lendingarstaðnum var fljúgandi hálka! Lesa meira
hringþokur, geimþokur, hringþoka, geimþoka, stjörnur

Fiðrildasafnarar - 10. október 2012

Í geimnum eru til ský sem líta út eins og fiðrildi. Fyrir utan það að vera litrík og falleg eiga þau ekkert skylt við fiðrildi heldur eru til marks um stjörnur sem eru að deyja. Lesa meira
stjörnur, rauður risi, rauð risastjarna, tvístirni

Þú snýrð mér í hring, hring - 10. október 2012

Þegar stjörnur eins og sólin deyja, þenjast þær út og verða rauðir risar. Risastjörnurnar eiga í vandræðum með að halda í ystu efnislög sín og missa þau út í geiminn. En hvers vegna varð þessi þyrilmyndun til?

Lesa meira
Mávaþokan, geimþoka, IC 2177, Sh 2-292, RCW 2, Gum 1,

Fuglaskoðun í geimnum - 26. september 2012

Stundum þegar við horfum upp í himininn að degi til sjáum við mynstur í skýjunum. Þegar stjörnufræðingar skoða ský í geimnum sjá þeir líka ýmis mynstur, t.d. fugla!

Lesa meira
Blýantsþokan, NGC 2736, sprengistjörnuleif, geimþoka

Nornakústur í geimnum - 12. september 2012

Stjörnufræðingar hafa tekið nýja mynd af leifum stjörnu sem sprakk fyrir 11.000 árum. Leifarnar líta út eins og nornakústur í geimnum! Lesa meira
Messier 4, kúluþyrping, Sporðdrekinn

Leyndardómsfull stjarna - 06. september 2012

Allt í kringum okkur er gert úr frumefnum sem í heild eru 118 talsins. Flest þeirra urðu til í stjörnum sem sprungu í tætlum. Í þyrpingunni einni hefur fundist stjarna sem inniheldur óvenju mikið af frumefninu liþíum. Stjörnufræðingar hafa ekki hugmynd um hvernig það komst þangað! Lesa meira

 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica