Hamfarir - Ný bók fyrir forvitna krakka

25. október 2023

  • Hamfarir - Vísindalæsi

Út er komin vísindabókin Hamfarir, fjórða bókin í bókaflokki fyrir krakka og ungmenni sem heitir Vísindalæsi. Hinar eru Sólkerfið, Umhverfið og Úps! - Mistök sem breyttu heiminum. Laugardaginn 28. október kl. 17:00 verður útgáfuhóf í Stjörnuverinu í Perlunni. Öll velkomin þangað!

394186871_941826654217823_8297505803018885865_n

Hamfarir er fróðleikur um nokkra verstu atburði í sögu Jarðar. Hvernig dóu risaeðlurnar út? Hvernig varð tunglið til? Á Jörðinni hafa ótrúlegar hamfarir dunið yfir sem breyttu gangi lífsins en leiddu á endanum til okkar, svo sem árekstrar, risaeldgos og ofurísaldir. Hvers vegna skullu þessar hamfarir á og gætu þær gerst aftur?

Bókin er hugsuð fyrir forvitna krakka á aldrinum sirka 8 til 13 ára eða svo en auðvitað gætu eldri og yngri líka  haft gaman af — sem og foreldrar! 

Bókin er ríkuleg myndlýst af Elíasi Rúna sem myndlýst hefur hinar bækurnar líka. Hún er með stóru letri og hugsuð sem léttlestrarbók og því kjörin í heimalesturinn.

Mig langar mjög að koma og lesa upp úr bókunum Hamfarir og Úps!, hvort sem er í skólum, fyrirtækjum, bókasöfnum eða bara hvar sem er. Þetta er reyndar aðeins öðruvísi upplestur en gengur og gerist því heimsóknin er mun fremur fræðslustund með einföldum sýnitilraunum og skemmtun sem er ætlað að kveikja ögn meiri áhuga á vísindum.

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt fá heimsókn, nú eða bara kaupa áritað eintak af bókunum.


 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica