Sólkerfið okkar

sólkerfið

Sólkerfið

Sólkerfið er hverfið okkar í geimnum. Í miðju þess er stjarna og um hana ganga átta reikistjörnurnar og tunglin þeirra. Allir hnettir, stórir sem smáir, á sporbaug umhverfis sólina eru hluti af sólkerfinu okkar.

Lesa meira
solin

Sólin

Í miðju okkar sólkerfis er Sólin. Hún veitir okkur birtu og yl svo án hennar værum við ekki til. Úr hverju er sólin? Hvað er hún langt í burtu? Af hverju skín hún og hættir hún einhvern tímann að skína?

Lesa meira
merkurius

Merkúríus

Merkúríus er innsta og minnsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Hann þeysist um himininn og hlaut því nafn sendiboða guðanna. Merkúríus er gígóttur og mjög heitur.

Lesa meira
venus

Venus

Í 108 milljón km fjarlægð frá sólinni er Venus. Hún er sveipuð þykkri skýjaslæðu sem endurvarpar svo miklu ljósi að frá Jörðu séð er hún jafnan bjartasta stjarnan á himinhvolfinu.

Lesa meira

Jörðin

Í 150 milljón km fjarlægð frá sólinni er Jörðin. Utan úr geimnum er þessi reikistjarna hvít, græn og brún en umfram allt blá. Blái hnötturinn er enda 70% höf!

Lesa meira
tunglid

Tunglið

Tunglið er eini fylgihnöttur Jarðar. Það snýst um Jörðina einu sinni í mánuði og breytir um ásýnd nótt eftir nótt. Tunglið er gígótt og gamalt, afsprengi mestu hamfara sem orðið hafa á Jörðinni.

Lesa meira
mars

Mars

Þegar við yfirgefum Jörðina og tunglið og ferðumst út í sólkerfið, verður lítill, rauðleitur hnöttur fyrstur á vegi okkar. Þetta er Mars, fjórða reikistjarnan frá sólinni. Lesa meira
jupiter

Júpíter

Fimm sinnum lengra frá sólinni en Jörðin er Júpíter. Hann er æðstur reikistjarnanna, hefur flest tungl og litríka storma sem hafa geysað um aldir. Hann varð næstum því stjarna!

Lesa meira
saturnus

Satúrnus

Í níu sinnum meiri fjarlægð frá sólinni en Jörðin er sjötta reikistjarna sólkerfisins, Satúrnus. Hann er gulleitur og umvafinn glæsilegum hringum og forvitnilegum tunglum.

Lesa meira
uranus

Úranus

Úranus er fölblá og fremur sviplaus reikistjarna, sú þriðja stærsta í sólkerfinu. Hann reikar um sólina einu sinni á mannsævi, næstum 20 sinnum fjær sólu en Jörðin.

Lesa meira
neptunus

Neptúnus

Þrjátíu sinnum fjær sólinni en Jörðin siglir útvörður reikistjarnanna löturhægt í kringum sólina. Reikistjarnan bláa ber nafn sjávarguðsins Neptúnusar sem hafði örlög sæferanda í hendi sér.

Lesa meira

Fréttir

Hamfarir - Vísindalæsi

Hamfarir - Ný bók fyrir forvitna krakka

Í bókinni Hamfarir er fjallað um nokkra glötuðust atburðina sem orðið hafa í sögu Jarðar. Hvað gerðist þegar risaeðlurnar dóu út? Hvernig varð tunglið til? Árekstrar, snjóboltajörð og risaeldgos

Lesa meira
Solkerfid_cover

Sólkerfið - léttlestrarbók úr nýjum bókaflokki

Sólkerfið er léttlestrarbók fyrir krakka úr nýjum bókaflokki um náttúruna, vísindi og tækni. Bókin hentar öllum þeim sem eru að læra að lesa og auðvitað þeim foreldrum sem vilja lesa eitthvað fróðlegt og skemmtilegt með börnunum sínum.

Lesa meira

Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna

Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna fjallar um undrin sem sjá má á næturhimninum, frá sólsetri til sólarupprásar.

Lesa meira

Allar fréttir


 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica