Að kveikja í himninum

21. janúar 2013

  • NGC 1999, skuggaþoka, geimþoka, Óríon

Á daginn lýsir sólinn upp himininn en allir ljóspunktarnir sem skína á næturhimninum eru stjörnur — risavaxnir hnettir úr glóandi gasi. Stjörnur verða til djúpt innan í þykkum gas- og rykskýjum í geimnum. Til að skoða þessa fæðingarstaði stjarna þurfa stjörnufræðingar að smíða sérstaka sjónauka sem nema ljós sem við greinum ekki með eigin augum. Þessir sjónaukar gera stjörnufræðingum kleift að skyggnast inn í dökk stjörnumyndunarský og sjá það sem leynist í þeim.

Þessi mynd var tekin með einum slíkum sjónauka, APEX. Þessi öflugi sjónauki var hannaður til að nema hitann sem ryk gefur frá sér til að sjá felustaðina sem stjörnurnar verða til í. Þótt við sjáum ekki stjörnurnar sjálfar hefur hitinn frá þeim hitað upp skýin í kring. Og APEX hefur einmitt ljósmyndað þessa hlýju bletti. Lítur ekki út fyrir að ungu stjörnurnar hafi hreinlega kveikt í skýjunum?

Skemmtileg staðreynd: Það er erfitt að safna ósýnilegu ljósi utan úr geimninum. Ef sjónaukinn er á jörðinni geta merki utan úr geimnum blandast við merki úr lofthjúpnum okkar. Til að vinna bug á því senda stjörnufræðingar stundum loftbelgi á loft með búnað um borð til að rannska himingeiminn. Einn loftbelgurinn náði meira en 50 km hæð!

UNAWE, Universe Awareness for Young Children Space Scoop

Tengdar myndir

  • Óríon, geimþoka, skuggaþokaDökka skýið sem hér sést er staður þar sem stjörnur verða til í stjörnumerkinu Óríon. Mynd: ESO/

 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica