Risastrókur frá risasvartholi

27. nóvember 2012

  • dulstirni, svarthol, risasvarthol

Svarthol hafa slæmt orðspor; þau eru þekkt fyrir að sjúga efni til sín svo það sést aldrei aftur. Færri vita að þau mynda stundum öfluga stróka sem varpa efni út í geiminn. Stjörnufræðingar hafa nú uppgötvað orkuríkasta strókinn sem sést hefur en frá honum kemur svo mikið efni að það dygði til að mynda 400 sólir á ári!

Í miðjum flestra vetrarbrauta eru svarthol, þar á meðal í okkar eigin vetrarbraut. Þessi svarthol geta verið mörgum milljónum eða milljörðum sinnum þyngri en sólin okkar. Og allri þessari þyngd er þjappað saman í mjög lítið svæði. Efnið er þjappað svo þétt saman að þyngdarkraftur þess verður óhemju sterkt — nógu sterkt til að gleypa jafnvel ljós og koma í veg fyrir að það sleppi burt.

Svarthol eru fræg fyrir að toga efni til sín. Þegar efni fellur í svarthol, eins og vatn fellur ofan í niðurfall í baðkari. Skífan snýst sífellt hraðar, hitnar og sendir við það frá sér mikið ljós og efni. Þessir miklu strókar sjást oft standa út úr björtustu vetrarbrautakjörnunum sem kallast „dulstirni“.

Strókurinn nýfundni gefur frá sér um 100 sinnum meiri orku en allar stjörnurnar í Vetrarbrautinni okkar til samans. Þetta er sannkallað skrímsli!

Skemmtileg staðreynd: Svarthol eru í raun ekki holur og alls ekki tóm. Í svartholum er gífurlegt magn efnis efnið þjappað saman pínulítið rúm í alheiminum. Þú getur útbuið líkan af svartholi í þessu UNAWE verkefni og lært meira um þessi dularfullu skrímsli.

Þessi frétt er unnin í góðu samstarfi við UNAWE og Space Scoop.

UNAWE, Universe Awareness for Young Children Space Scoop

Tengdar myndir

  • dulstirni, svarthol, risasvartholHér sést hvernig listamaður ímyndar sér strókana sem standa út úr risasvartholi í fjarlægu dulstirni, björtum kjarna vetrarbrautar. Mynd: ESO/L. Calçada

 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica