Hafsjór af stjörnum

18. september 2013

  • Nákvæm mynd af Rækjuþokunni (IC 4628) frá VST sjónauka ESO

Hér sést Rækjuþokan. Á myndinni eru mörg hundruð bláleitar stjörnur, glitrandi innan um glóandi gasský. Litadýrð þokunnar veldur því að hún minnir á rækju, syndandi í hafdjúpinu. En hvernig vitum við hvaða stjörnur eru hluti af þokunni og hverjar eru fyrir framan og aftan hana?

Mjög erfitt er að mæla fjarlægðir til fyrirbæra í geimnum. Sem betur fer eru stjörnufræðingar klárt fólk og hafa fundið lausn á því! Þökk sé þeim vitum við að flestar bláu stjörnurnar á myndinni tilheyra stjörnuþyrpingu sem er mun nær okkur en þokan.

Um leið og við þekkjum fjarlægðina til fyrirbæris er auðvelt að reikna út stærð þess. Rækjuþokan er svo stór að ljósgeisli væri 250 ár að ferðast enda á milli í henni — og ekkert ferðast hraðar en ljósið! Þokan nær yfir fjórum sinnum stærra svæði á himninum en fullt tungl!

Þrátt fyrir stærðina veita fáir þokunni athygli. Rækjuþokan er nefnilega mjög dauf. Þokan skín vegna ljóss frá nágrönnum sínum. Stjörnuþyrpingin í nágrenninu gefur frá sér útfjólublátt ljós sem mannsaugað greinir ekki. Þetta orkuríka ljós lýsir upp Rækjuþokuna.

Fróðleg staðreynd

Rækjuþokan virðist mjög dauf séð í sýnilegu ljósi, því ljósi sem við greinum. Góðar myndavélar á stórum sjónaukum hjálpa okkur að sjá smáatriði og liti sem annars eru sjást ekki með berum augum!

UNAWE, Universe Awareness for Young Children Space Scoop

Tengdar myndir

  • Rækjuþokan, geimþokaHér sést fæðingarstaður stjarna eða geimþoka og stjörnuþyrpingin sem lýsir hana upp. Þokan hefur verið kölluð Rækjuþokan. Mynd: ESO. Þakkir: Martin Pugh

 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica