Svanurinn

  • stjörnumerki, stjörnuhiminn, Svanurinn

Goðsögurnar um Svaninn eru nokkuð á reiki. Sumir segja hann Seif í dulargervi þegar hann dró Ledu, móður Helenu fögru frá Tróju, á tálar og rændi henni frá Spörtu.

Aðrir telja hann Orfeus sem var breytt í svan eftir dauða sinn og komið fyrir á himininn nærri hörpunni sinni.

Á himnum flýgur Svanurinn suður eftir vetrarbrautinni.

Svanurinn minnir líka talsvert á kross. Hann er þess vegna stundum kallaður Norðurkrossinn.

Höfundur: Sævar Helgi Bragason


 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica