Hrúturinn

  • stjörnumerki, stjörnuhiminn, Hrúturinn

Aþamant hét konungur nokkur. Hann eignaðist tvö börn með konu sinni Nefele, þau Frixos (regn) og Helle (birta). 

Fljótlega varð Aþamant þó ástfanginn af annarri konu, Ino. Það sætti Nefele sig illa við. Til að hefna sín a´ótrúa eiginmanni sínum steig Nefele til himins og sendi hræðilegan þurr yfir ríki Aþamants.

Ino sannfærði Aþamant um að fórna syninu Frixosi til Seifs svo guðinn sendi aftur regn. Nefele heyrði það og sendi börnum sínum hrút með ull úr gulli (gullreyfi). Systkinin gátu falið sig undir ullinni og flúðu á baki hrútsins.

Á flóttanum féll Helle af baki í sjóinn en Frixos komst undan og færði Seifi gullna hrútinn að fórn. Ullina hengdi hann upp í skógi nokkrum þar sem ógurlegur dreki gætti hennar.

Á himninum er Hrúturinn yfirleitt sýndur liggjandi og horfir í átt að Nautinu. 

Höfundur: Sævar Helgi Bragason


 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica