Sporðdrekinn

  • stjörnumerki, stjörnuhiminn, Sporðdrekinn

Í grísku goðsögunum er Sporðdrekinn sá sem stakk veiðimanninn Óríon til dauða. Óríon hafði gortað sig af því að geta drepið hvaða dýr á jörðinni sem væri. Veiðigyðjan Artemis var ekki allskostar sátt við það og att sporðdrekanum að Óríoni. Börðust þeir uns sporðdrekinn stakk Óríon og drap hann.

Glíman vakti athygli Seifs sem kom Sporðdrekanum síðar fyrir á himninum og síðar Óríoni, að kröfu Artemisar, til að minna dauðlega á að dramb er falli næst.

Önnur útgáfa segir frá deilum Óríons og Artemisar um hvort þeirra væri hæfari veiðimaður. Apolló, bróðir Artemisar, reiddist við þetta og sendi sporðdreka til að ráðast á Óríon og drap hann.

Eftir dauða Óríons bað Artemis Seif um að koma honum fyrir á himninum. Þar gengur hann upp himininn á veturna til veiða en flýr á sumrin undan Sporðdrekanum.

Höfundur: Sævar Helgi Bragason


 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica