Stjörnuhiminninn

  • stjörnuhimininn, snúningur himins,

Á stjörnubjörtum himni sjást um það bil 2.000 stjörnur með berum augum. Stjörnurnar virðast fastar á himninhvelfingu sem snýst vegna þess að Jörðin snýst um sjálfa sig á einum sólarhring. Á hverri nóttu rísa stjörnurnar í austri, ná hæstu stöðu í suðri og setjast í vestri — alveg eins og sólin á daginn.

Himinhvelfingunni er skipt í norður og suðurhvel. Á himninum eru þess vegna norðurpóll, suðurpóll og miðbaugur. Frá Íslandi séð og öðrum stöðum á norðurhveli Jarðar virðast stjörnurnar snúast í kringum norðurpól himins.

Norðurpóll himins er í stjörnumerkinu Litlabirni. Bjartasta stjarnan í Litlabirni er alveg við norðurpól himins. Hún er þess vegna kölluð Pólstjarnan. Margir halda að Pólstjarnan sé bjartasta stjarnan á himninum en svo er ekki. Pólstjarnan er ekkert sérstaklega björt.

Á hverri nóttu rísa stjörnurnar 4 mínútum fyrr en nóttina á undan. Það er vegna þess að Jörðin er á ferðalagi í kringum sólina. Það þýðir að ásýnd himinsins breytist yfir árið. Á haustin sjáum við önnur stjörnumerki en á vorin.

Hvaða stjörnumerki við sjáum á himninum veltur líka á því hvar við erum stödd á Jörðinni. Frá Íslandi séð sjáum við sum stjörnumerki aldrei, til dæmis Suðurkrossinn eða Mannfákinn. Sporðdrekinn og Bogmaðurinn sjást heldur ekki vel frá Íslandi.

Ef þú ættir heima í Chile sæirðu Suðurkrossinn, Bogmanninn og Sporðdrekann vel en aldrei Litlabjörn og Pólstjörnuna.

Plains Milky Way from Randy Halverson on Vimeo.

Höfundur: Sævar Helgi Bragason


 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica