Stórihundur

  • stjörnumerki, stjörnuhiminn, Stórihundur

Til eru tvær mismunandi skýringar á stjörnumerkinu Stórahundi. Annars vegar er sagt að um sé að ræða varðhund Óríons sem eltir Hérann eða hjálpar honum að berjast við Nautið. Hins vegar er sagt að merkið tákni hundinn Lælaps sem var svo fótfrár að engin gat frá honum sloppið.

Lælaps var hundur sem hafði átt marga eigendur. Einn þeirra var Prókris, dóttir Erekþeifs frá Aþenu og kona Sefalusar.

Sagt er að Artemis, veiðigyðjan, hafi gefið henni hundinn þótt líklega sé að hann sé sá sem Seifur gaf Evrópu og að Mínos, sonur hennar og konungur Krítar, hafi svo gefið Prókris. Prókis fékk hundinn ásamt spjóti sem aldrei geigaði. Gjöfin reyndist örlagarík því Sefalus drap hana óvart með spjótinu þegar hann var við veiðar.

Sefalus erfði hundinn og tók hann með sér til Þebesar, norður af Aþenus. Þar hafði refur einn, grimmur og svo fótfrár að sagt var að hann yrði aldrei fangaður, ráfað um sveitirnar og gert usla.

Lælaps var hins vegar sagður ná hverju sem hann elti. Hann hljóp af stað á eftir refnum og virtist í seilingarfjarlægð frá honum en náði aldrei að glefsa í hann.

Vandamálið virtist óleysanlegt svo Seifur brá á það ráð að breyta báðum í stein. Seifur kom hundinum svo fyrir á himninum sem stjörnumerkið Stórihundur.

Bjartasta stjarna Stórahunds heitir Síríus, hundastjarnan.

Höfundur: Sævar Helgi Bragason


 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica