Pegasus

Vængfákurinn

  • stjörnumerki, stjörnuhiminn, Pegasus

Pegasus var sonur Gorgónans Medúsu sem var fræg í æsku fyrir fegurð sína, einkum fagurt hár sitt. Átti hún sér marga vonbiðla en sá sem svipti hana meydómnum var Póseidon, guð hafs og hesta.

Flekunin átti sér því miður stað í hofi Aþenu. Gyðjan reidist því að hofið skildi óhreinkað á þennan hátt og breytti Medúsu í skrímsli með hár úr snákum og gat augnaráð hennar breytt mönnum í stein.

Þegar Perseifur hjó höfuðið af Medúsu, spratt Pegasus úr því. Hann breiddi út vængi sína á flaug út úr líkama móður sinnar að Helikonfjalli, bústaði Menntagyðjanna. Þar drap hann niður hófa sína svo úr berginu rann vatn, gyðjunum til mikillar ánægju. Sagt var að þeir sem drykkju vatnið öðluðust færni til ljóðlistar.

Pegasus varð síðar hestur Bellerófons sem var mesta hetjan fyrir daga Heraklesar. Bellerfón var beðinn um að drepa skrímslið Kímeru og tókst það með hjálp Aþenu og Pegasuar.

Eftir það reyndi hann að fljúga á hestinum til guðanna á Ólympusfjalli en féll af baki og hrapaði til jarðar. Pegasus komst á leiðarenda og notaði Seifur hann til að bera þrumufleyga sína.

Seifur kom síðan Pegasusi fyrir á himninum. Á norðurhimninum liggur hann á hvolfi og aðeins helmingur hans sýndur.

Höfundur: Sævar Helgi Bragason


 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica