Ökumaðurinn

  • stjörnumerki, stjörnuhiminn, Ökumaðurinn

Hátt á norðurhimninum stendur Ökurmaðurinn keikur og heldur með hægri hönd sinni í taum vagns, sem er reyndar hvergi sjáanlegur en í vinstri höndinni ber hann geit og tvo kiðlinga hennar.

Ökumaðurinn er oftast tengdur við Erikþoníus frá Aþenu, son eldguðsins Hefæstosar. Hefæstos var alla jafna of upptekinn til að sinna syni sínum svo gyðjan Aþena ól hann upp.

Algengasta sagan um uppruna merkisins er sú að hann sé Erikþoníus, konungur Aþenu. Erikþoníus var sonur eldguðsins Hefæstosar. Hefæstos var of upptekinn til að sinna syni sínum sem var þess í stað alinn upp af gyðjunni Aþenu.

Aþena kenndi Erikþoníusi margt, til dæmis að temja hesta. Hann vann sér það til frægðar að láta fjóra hesta draga vagn sinn og líkti þannig eftir fjögurrafáka vagni sólarinnar. Fyrir það ávann hann sér aðdáun Seifs sem skipaði honum sess meðal stjarnanna. Þar sést hann halda um tauma vagnsins.

Höfundur: Sævar Helgi Bragason


 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica