Hjarðmaðurinn

  • stjörnumerki, stjörnuhiminn, Hjarðmaðurinn

Stjörnumerkið Hjarðmaðurinn tengist goðsögninni um Stórabjörn enda merkið staðsett á himninum fyrir aftan skottið á birninum.

Í einni útgáfu sögunnar er merkið tákn um Arkas, son Seifs og Kallistó, dóttur Lýkaons konungs.

Dag einn hugðist Seifur sitja að snæðingi með föður Kallistós. Það var óvenjulegt af guði og til að kanna hvort gesturinn væri raunverulega Seifur, myrti Lýkaon Arkas, aflimaði hann og reiddi fram.

Seifur þekkti son sinn strax og gekk berseksgang. Hann velti borðum, drap syni Lýkaons og breytti honum síðan í úlf. Safnaði hann svo limum Arkasar saman, lífgaði við og fól Maiu, dóttur Atlasar, að ala hann upp.

Á meðan hafði Kallistó verið breytt í björn sem varð síðar á vegi Arkasar er hann var við veiðar í skógi nokkrum.

Kallistó þekkti son sinn en þegar hún reyndi að sína honum ást og umhyggju gat hún ekki gefið frá sér nein önnur hljóð en urr. Arkas misskildi blíðuhótin og tók að elta björninn.

Kallistó, í líki bjarnarins, flúði inn í hof Seifs en þeir sem þangað fóru í leyfisleysi urðu að gjalda fyrir með lífi síni.

Seifur tók því Arkas og móður hans af jörðinni og kom þeim fyrir á himninum sem stjörnumerkin Hjarðmaðurinn og Stóribjörn.

Höfundur: Sævar Helgi Bragason


 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica