Drekinn

  • stjörnumerki, stjörnuhiminn, Drekinn

Sagan segir að stjörnumerkið Drekinn sé drekinn sem Herkúles drap í einni af þrautum sínum. Á himninum er Herkúles sýndur með annan fótinn ofan á höfði drekans. Þessi dreki var kallaður Ladon og gætti gulleplatrés fyrir Heru, konu Seifs.

Hera hafði fengið gulleplatréð að gjöf þegar hún gekk að eiga Seif. Svo ánægð var hún með gjöfina að hún plantaði trénu í garð sinn í hliðum Atlasfjalls og bað Vesturdísirnar, hinar fögru dísir sólarlagsins og dætur Atlasar, að gæta þess.

Dísirnar reyndust ekki starfi sínu vaxnar og stálust til að taka gullepli af trénu. Hera brá á það ráð að festa drekann Ladon við tréð til að hrekja þá burt sem freistuðu gulleplanna.

Í einni af þrautum sínum var hetjunni Herkúlesi gert að stela eplum að trénu. Herkúles laust eiturörvum í drekann og drap hann. Hera kom svo drekanum fyrir á himininn.

Höfundur: Sævar Helgi Bragason


 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica