Bereníkuhaddur

  • stjörnumerki, stjörnuhiminn, Bereníkuhaddur

Bereníkuhaddur er eina stjörnumerkið sem nefnt er eftir raunverulegri manneskju. Bereníka önnur var drottning í Egyptalandi, eiginkona Ptólmæosar þriðja Egyptalandskonungs sem ríkti árin 246 til 221 f.Kr.

Árið 243 f.Kr. geysaði þriðja Sýrlandsstríðið. Selevkídar höfðu myrt systur konungsins og hugðist hann hefna hennar. Hann og Bereníka voru nýgift en þegar konungurinn hélt af stað, sór Bereníka þess eið við gyðjuna Afródítu að hún skildi fórna löngu, ljósu hári sínu, sem hún mat mikils, ef eiginmaður hennar sneri heim aftur heill á húfi.

Þegar hann svo það gerði, klippti hún af sér hárið og lagði við hof gyðjunnar. Daginn eftir var hárið horfið.

Konungurinn reiddist og til að friða hann sagði hirðstjörnufræðingurinn Conon frá Samos að Afródíta hefði orðið svo ánægð með fórnina, að hún kom hárinu fyrir á himninum. Conon benti á honum stjörnusverminn sem síðan hefur verið kallaður hár Bereníku eða Bereníkuhaddur.

Stjörnukort af Bereníkuhaddi í prentvænni útgáfu er að finna hér.

Höfundur: Sævar Helgi Bragason


 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica