Vogin

  • stjörnumerki, stjörnuhiminn, Vogin

Ekki er vitað hverjir kynntu stjörnumerkið Vogina til sögunnar. Líklega varð merkið til í þeim búningi sem við könnumst við í dag hjá Rómverjum á fyrstu öld e.Kr.

Sagt var að tunglið hefði verið í Voginni þegar Róm var stofnuð. Rómverski sagnaritarinn Manilius sagði Vogina stjörnumerkið sem sólin væri í þegar árstíðirnar væru jafnar og dagur og nótt jafnlöng (sólin var i Voginni við haustjafndægur á þessum tíma).

Vogin er þannig stjörnumerki jafnvægis og réttlætis. Hún vísar til vogar Astrælu, gyðju réttlætis en hún var ein margra gyðja sem tengdar hafa verið við stjörnumerkið Meyjuna..

Höfundur: Sævar Helgi Bragason


 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica