Stjörnumerkin

  • stjörnumerki, stjornuhiminninn

Þegar sólin sest, hellist myrkrið yfir og stjörnurnar birtast ein af annarri. Horfðu upp og hvað sérðu? Ekki aðeins stjörnur heldur risastór mynstur — heila sögubók.

Á næturhimninum eru konungar og drottningar, guðir og hetjur og goðsagnaverur. Stjörnurnar mynda útlínur þeirra en þú þarft smá ímyndunarafl til að sjá mynstrin — stjörnumerkin.

Öllum himninum er skipt í 88 stjörnumerki. Af þeim sjást 53 að hluta eða í heild frá Íslandi. Flest stjörnumerkin eru meira en 2000 ára gömul en önnur urðu til á 16., 17. og 18. öld.

Þótt stjörnurnar sýnist nálægt hver annarri eru þær mjög mislangt í burtu og tengjast oftast ekkert innbyrðis.

Stjörnurnar sem mynda stjörnumerkin eru allar svo langt í burtu að þær virðast ekki hreyfast neitt. Við köllum þær því fastastjörnur.

Stundum er sagt að eitthvað fyrirbæri sé í einhverju stjörnumerki. Til dæmis segjum við stundum að Júpíter sé staddur í Fiskunum, tunglið í Vatnsberanum og Mars í Ljóninu. Þá er átt við að reikistjörnurnar og tunglið séu fyrir framan stjörnumerkið frá Jörðu séð.

Stjörnumerki
Latneskt heiti
Bjartasta stjarna
Áhugaverð fyrirbæri til að skoða
Mynd
Andrómeda
Andromeda
Alferatz
Andrómeduvetrarbrautin
stjörnumerki, Andrómeda
Bereníkuhaddur
Coma Berenices
Beta Comae Berenices

stjörnumerki, Bereníkuhaddur
Bogmaðurinn
Sagittarius
Epsilon Sagittarii
  stjörnumerki, Bogmaðurinn
Drekinn
Draco
Thuban
  stjörnumerki, Drekinn
Fiskarnir
Pisces
Alfa Piscium
  stjörnumerki, Drekinn
Harpan
Lyra
Vega
Hringþokan Messier 56
stjörnumerki, Drekinn
Herkúles
Hercules
Beta Herculis
Kúluþyrpingin Messier 13
stjörnumerki, Drekinn
Hjarðmaðurinn
Boötes
Arktúrus
  stjörnumerki, Drekinn
Hrúturinn
Aries
Alfa Arietis
  stjörnumerki, Drekinn
Hvalurinn
Cetus
Beta Ceti
  stjörnumerki, Drekinn
Kassíópeia
Cassiopeia
Gamma Cassiopeia
  stjörnumerki, Drekinn
Krabbinn
Cancer
Beta Cancri
Stjörnuþyrpingin Messier 44 eða Jatan (Býflugnabúið)
stjörnumerki, Drekinn
Litlibjörn
Ursa Minor
Pólstjarnan
  stjörnumerki, Drekinn
Litlihundur
Canis Minor
Prókýon
  stjörnumerki, Drekinn
Ljónið
Leo
Regúlus
Vetrarbrautirnar Messier 65 og Messier 66
stjörnumerki, Drekinn
Meyjan
Virgo
Spíka

stjörnumerki, Drekinn
Naðurvaldi
Ophiuchus
Rasalhague
  stjörnumerki, Drekinn
Nautið
Taurus
 Aldebaran Krabbaþokan og Sjöstirnið
stjörnumerki, Drekinn
Óríon
Orion
 Rígel Sverðþokan
stjörnumerki, Drekinn
Pegasus
Pegsus
Enif
Kúluþyrpingin Messier 15
stjörnumerki, Drekinn
Perseifur
Perseus
Mirfak
Stjörnuþyrpingarnar NGC 869 og NGC 884 eða Tvíklasinn.
stjörnumerki, Drekinn
Sefeus
Cepheus
Alfa Cephei

stjörnumerki, Drekinn
Sporðdrekinn
Scorpius
Antares
  stjörnumerki, Drekinn
Steingeitin
Capricornus
Deneb Algedi
 
stjörnumerki, Drekinn
Stóribjörn
Ursa Major
Alioth
Vetrarbrautirnar Messier 81 og Messier 82
stjörnumerki, Drekinn
Stórihundur
Canis Major
Síríus

stjörnumerki, Drekinn
Svanurinn
Cygnus
Deneb
  stjörnumerki, Drekinn
Tvíburarnir
Gemini
Pollux
Stjörnuþyrpingin Messier 35
stjörnumerki, Drekinn
Vatnsberinn
Aquarius
Sadalsuud
  stjörnumerki, Drekinn
Vogin
Libra
Zubeneschamali
  stjörnumerki, Drekinn
Ökumaðurinn
Auriga
Kapella
Stjörnuþyrpingarnar Messier 36, Messier 37 og Messier 38
stjörnumerki, Drekinn
Örninn
Aquila
Altair

stjörnumerki, Drekinn

Höfundur: Sævar Helgi Bragason


 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica