Fiskarnir

  • stjörnumerki, stjörnuhiminn, Fiskarnir

Fiskarnir eru í hópi „vatnsmerkjanna“ svonefndu ásamt Steingeitinni, Vatnsberanum, Hvalnum, Höfrungnum og Suðurfisknum.

Þeir goðsögulegu atburðir sem tengjast stjörnumerkinu Fiskunum eru sagðir hafa orðið við ána Efrat sem rennur frá Tyrklandi í gegnum Sýrland og Írak í Persaflóa.

Sagan hefst skömmu eftir að guðirnir höfðu sigrað Títanana og Risana í baráttunni um völd í alheiminum. Móðir jörð, Gaia, hafði ekki sagt sitt síðasta og átti vingott við Tartarus, neðsta stað Undirheimanna, þar sem Seifur hafði fangelsað Títanana.

Úr þessu óvenjulega sambandi spratt Týfon, skelfilegasta skrímsli sögunnar, sem hafði hundrað drekahöfuð, svartar tungur og augu sem eldur logaði í.

Gaia sendi skrímslið ógurlega til að ráðast á guðina. Pan varð þess fyrstur var og lét aðra vita. Sjálfur breytti hann sér í steingeit (táknað af stjörnumerkinu Steingeitinni) og stökk í ána.

Skelfingu lostin földu Afródíta og Eros, sonur hennar, í reyrnum við bakka Efrats en óttaðist um afdrif þeirra. Hún óskaði eftir hjálp frá vatnadísunum og stökk í fljótið með Eros í fanginu. Í annarri útgáfu sögunnar synda tveir fiskar aðeins og flytja mæðginin í öruggt skjól á bakinu. Í enn annarri útgáfu var mæðgininum breytt í fiska.

Önnur saga segir frá eggi sem féll í Efratfljót en var flutt á þurrt land af fiskum tveim. Dúfur sátu á egginu og héldu á því hita en úr því spratt Afródíta, sem í þakklætisskyni kom fiskunum fyrir á himninum.

Höfundur: Sævar Helgi Bragason


 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica