Stjörnumerkin
Þegar sólin sest, hellist myrkrið yfir og stjörnurnar birtast ein af annarri. Horfðu upp og hvað sérðu? Ekki aðeins stjörnur heldur risastór mynstur — heila sögubók.
Á næturhimninum eru konungar og drottningar, guðir og hetjur og goðsagnaverur. Stjörnurnar mynda útlínur þeirra en þú þarft smá ímyndunarafl til að sjá mynstrin — stjörnumerkin.
Öllum himninum er skipt í 88 stjörnumerki. Af þeim sjást 53 að hluta eða í heild frá Íslandi. Flest stjörnumerkin eru meira en 2000 ára gömul en önnur urðu til á 16., 17. og 18. öld.
Þótt stjörnurnar sýnist nálægt hver annarri eru þær mjög mislangt í burtu og tengjast oftast ekkert innbyrðis.
Stjörnurnar sem mynda stjörnumerkin eru allar svo langt í burtu að þær virðast ekki hreyfast neitt. Við köllum þær því fastastjörnur.
Stundum er sagt að eitthvað fyrirbæri sé í einhverju stjörnumerki. Til dæmis segjum við stundum að Júpíter sé staddur í Fiskunum, tunglið í Vatnsberanum og Mars í Ljóninu. Þá er átt við að reikistjörnurnar og tunglið séu fyrir framan stjörnumerkið frá Jörðu séð.
| Stjörnumerki |
Latneskt heiti |
Bjartasta stjarna |
Áhugaverð fyrirbæri til að skoða |
Mynd |
|---|---|---|---|---|
| Andrómeda |
Andromeda |
Alferatz |
Andrómeduvetrarbrautin |
![]() |
| Bereníkuhaddur |
Coma Berenices |
Beta Comae Berenices |
![]() |
|
| Bogmaðurinn |
Sagittarius |
Epsilon Sagittarii |
![]() |
|
| Drekinn |
Draco |
Thuban |
![]() |
|
| Fiskarnir |
Pisces |
Alfa Piscium |
![]() |
|
| Harpan |
Lyra |
Vega |
Hringþokan Messier 56 |
![]() |
| Herkúles |
Hercules |
Beta Herculis |
Kúluþyrpingin Messier 13 |
![]() |
| Hjarðmaðurinn |
Boötes |
Arktúrus |
![]() |
|
| Hrúturinn |
Aries |
Alfa Arietis |
![]() |
|
| Hvalurinn |
Cetus |
Beta Ceti |
![]() |
|
| Kassíópeia |
Cassiopeia |
Gamma Cassiopeia |
![]() |
|
| Krabbinn |
Cancer |
Beta Cancri |
Stjörnuþyrpingin Messier 44 eða Jatan (Býflugnabúið) |
![]() |
| Litlibjörn |
Ursa Minor |
Pólstjarnan |
![]() |
|
| Litlihundur |
Canis Minor |
Prókýon |
![]() |
|
| Ljónið |
Leo |
Regúlus |
Vetrarbrautirnar Messier 65 og Messier 66 |
![]() |
| Meyjan |
Virgo |
Spíka |
![]() |
|
| Naðurvaldi |
Ophiuchus |
Rasalhague |
![]() |
|
| Nautið |
Taurus |
Aldebaran | Krabbaþokan og Sjöstirnið |
![]() |
| Óríon |
Orion |
Rígel | Sverðþokan |
![]() |
| Pegasus |
Pegsus |
Enif |
Kúluþyrpingin Messier 15 |
![]() |
| Perseifur |
Perseus |
Mirfak |
Stjörnuþyrpingarnar NGC 869 og NGC 884 eða Tvíklasinn. |
![]() |
| Sefeus |
Cepheus |
Alfa Cephei |
![]() |
|
| Sporðdrekinn |
Scorpius |
Antares |
![]() |
|
| Steingeitin |
Capricornus |
Deneb Algedi |
|
![]() |
| Stóribjörn |
Ursa Major |
Alioth |
Vetrarbrautirnar Messier 81 og Messier 82 |
![]() |
| Stórihundur |
Canis Major |
Síríus |
![]() |
|
| Svanurinn |
Cygnus |
Deneb |
![]() |
|
| Tvíburarnir |
Gemini |
Pollux |
Stjörnuþyrpingin Messier 35 |
![]() |
| Vatnsberinn |
Aquarius |
Sadalsuud |
![]() |
|
| Vogin |
Libra |
Zubeneschamali |
![]() |
|
| Ökumaðurinn |
Auriga |
Kapella |
Stjörnuþyrpingarnar Messier 36, Messier 37 og Messier 38 |
![]() |
| Örninn |
Aquila |
Altair |
![]() |
Höfundur: Sævar Helgi Bragason

































