Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna

10. janúar 2017

Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna fjallar um undrin sem sjá má á næturhimninum, frá sólsetri til sólarupprásar.

Greint er frá því helsta sem sést með berum augum frá Íslandi, allt frá næturregnbogum og norðurljósum til gervitungla og stjörnuhrapa, að himintunglunum ógleymdum.

Sagt er frá tunglinu, sólinni og reikistjörnunum og hvernig best er að skoða þessa nágranna okkar í sólkerfinu. Ítarlega er fjallað um stjörnuhimininn og yfir fimmtíu fyrirbæri sem auðvelt er að finna, ýmist með handsjónauka, litlum stjörnukíki eða kröftugum stjörnusjónauka.

Bókin geymir að auki fjölda glæsilegra mynda og vönduð stjörnukort.

Horfðu til himins – þar leynist fleira en þig grunar!

Fyrir hvern er bókin?

Bókin er fyrir alla þá sem hafa unun af því að horfa til himins. Bókin er fyrir alla aldurshópa. Fullkomin samverubók fyrir fjölskylduna. Ómissandi í sumarbústaðinn auðvitað! Hentar leiðsögumönnum einnig frábærlega sem góna til himins með ferðalöngum í norðurljósaferðum.

Fyrir hvaða aldur er bókin?

Alla aldurshópa. Ég skrifaði bók sem ég hefði viljað þegar ég var 9-10 ára að byrja að horfa til himins af alvöru. Einfaldleikinn er í fyrrirúmi.

Þarf maður að eiga sjónauka til að nota bókina?

Nei. Í bókinni er fjallað um fyrirbæri sem sjást með berum augum, handsjónaukum og litlum stjörnukíkjum.

Kaupa á vefsíðu Forlagsins


 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica