Alheimurinn er svalur staður!
Alheimurinn er býsna svalur staður. Ef þú hoppaðir upp í rútu og færir í bíltúr um alheiminn yrðu margir „heitir“ áfangastaðir eins og sólin, risasvarthol og milljarða skínandi stjarna á vegi þínum. Alheimurinn er samt að mestu leyti ótrúlega kaldur staður. Kolsvart tómarúm alheimisins er að meðaltali –270°C! Það er aðeins örfáar gráður yfir „alkuli“ — sem er –273°C, mesta mögulega frost.
Furðufyrirbærið á þessari mynd er líka býsna „svalt“. Það lítur úr eins og slæða úr glóandi heitri eldtungu sem teygir sig í þvert í gegnum geiminn en er í rauninni kalt gas- og rykský við –250°C! Nístingskalt!
Rauði liturinn er daufur ljósbjarmi sem augu okkar sjá ekki. Þetta er auðveldara að skilja ef þú ímyndar þér að ljós sé eins og hlóð: Sum hljóð eru of lág til þess að við heyrum þau en önnur dýr, til dæmis hvalir, geta heyrt þau. Ósýnilega ljósið sem berst frá rauða skýinu á myndinni er útvarpsgeislun — sama ljós og notað er til að senda upplýsingar í útvarpið þitt eða farsímann. Á sama hátt og eyru okkar nema ekki mjög lág hljóð geta augu okkar ekki greint útvarpsgeislun. Aftur á móti eigum við sjónauka sem eru færir um það. Stjörnufræðingar búa til mynd úr gögnunum sem slíkir sjónaukar safna og lita það svo við fáum notið þessara annars ósýnilegu fyrirbæra.
Það gæti virst skrítið að lita rautt eitthvað sem er svona kalt. Venjulega tengjum við rautt við heit fyrirbæri eins og vatn eða eld og köld fyrirbæri með bláum lit. Í geimnum er þessu öfugt farið. Björtu, bláu blettirnir á víð og dreif um myndina eru stjörnur — mjög heitar, ungar stjörnur. Þegar þessar stjörnur kólna verða þær rauðari!
Fróðleg staðreynd: Hver er kaldasti staðurinn í alheiminum? Það er ekki suðurpóllinn þar sem hitastig getur farið niður fyrir –62°C frost og ekki dimmasti staðurinn í geimnum heldur. Lægsta hitastig sem mælst hefur var mælt hér á Jörðinni! Í tilraunastofu hafa vísindamenn náð kæla fyrirbæri nánast niður í alkul!
Tengdar myndir
- Ljósmynd af nístingsköldum fæðingarstöðum stjarna í stjörnumerkinu Óríon. Mynd: ESO/Digitized Sky Survey 2