Stjarnan sem lifði tvöföldu lífi
Árið 1604 birtist ný stjarna á næturhimninum. Hún skein skærar en allar aðrar stjörnur og var meira að segja sýnileg um hábjartan dag um þriggja vikna skeið! Þetta dularfulla fyrirbæri markaði ævilok nálægrar stjörnu. Þetta var sprengistjarna og þær gefa frá sér svo mikið ljós að í nokkrar vikur geta þær skinið skærar en heil vetrarbraut sem geymir milljarða stjarna! Síðan dofna þær hægt og rólega og skilja eftir sig fallegt glóandi gasský eins og það sem sést á þessari mynd.
Fferðumst nú milljónir ára aftur tímann, vegna þess að þá verður saga stjörnunnar enn áhugaverðarði. Stjarnan sem sprakk árið 1604 hóf líf sitt sem meðalstjarna, svipuð sólinni okkar. Þegar meðalstór stjarna deyr eru afleiðingarnar mun áhrifaminni en í tilviki sprengistjönu. Í stað þess að springa, falla þær saman og efnið í miðjunni þjappast saman í lítinn, þungan hnött sem við köllum hvítan dverg.
Á þennan hátt dó þessi stjarna í fyrra skiptið, löngu fyrir árið 1604. En hvernig í ósköpunum dó hún aftur? Stjörnufræðingar hafa nýlega fundið svarið við þeirri spurningu. Hvíti dvergurinn hafði förunaut, risavaxna rauða risastjörnu. Þótt rauði risinn hafi verið miklu stærri var þyngdarkraftur hvíta dvergsins mun meiri. Hann hóf að draga til sín gas af fylgistjörnunni yfir á sjálfan sig. Græðgi hvíta dvergsins varð honum að falli. Hann stal svo miklu efni frá rauða risanum að hann varð óstöðugur og sprakk!
Frekari upplýsingar: Stjörnufræðingarnir sem gerðu uppgötvunina hafa útbúið myndskeið sem sýnir tölvulíkan af sprengingunni. Þú getur séð það hér og skoðað í nærmynd einn af orkuríkustu atburðum náttúrunnar!
Tengdar myndir
- Hér sjást leifar stjörnu sem sást springa árið 1604. Mynd: Röntgen: NASA/CXC/NCSU/M.Burkey et al; Innrautt: NASA/JPL-Caltech