Jólagjöf úr geimnum

17. desember 2012

  • NGC 5189, hringþoka,

Hubble geimsjónaukinn hjálpar okkur að komast í jólaskapið með þessari nýju litríku ljósmynd. Gasslæðurnar sem dansa á myndinni minna á skínandi borða í geimnum, svipaða þeim sem maður vefur utan um jólagjafir. Ef þú snýrð myndinni á hvolf lítur borðinn út eins og risavaxið S — eins og í Sveinki!.

Það sem hér sést er í raun og veru hringþoka: Glóandi ský úr gasi og ryki. Þetta fyrirbæri er ekki aðeins fallegt heldur sýnir það örlög sólarinnar okkar í framtíðinni.

Eftir um fimm milljarða ára verður sólin komin á nýtt stig í ævi sinni: Rauða risastigið. Þegar sólin klárar eldsneyti sitt, þenst hún út og verður rauð risastjarna, hundrað sinnum stærri en hún er nú. Svo stór byrjar hún að missa ytri lögin sín frá sér og blása þeim út í geiminn. Gasið og rykið sem sólin varpar frá sér myndar þá glæsilega geimþoku. Þannig varð hringþokan á myndinni til.

Til að gera sér stærð þessarar þoku í hugarlund, er gott að skoða litlu efniskekkina á myndinni. Hver þeirra er álíka stór og sólkerfið okkar! Og þótt stjarnan í miðju þokunnar sé á stærð við jörðina, sést hún aðeins sem lítill ljósdepill á miðri mynd. Sérðu hana, vafna innan í gas- og rykborða eins og jólagjöf?

Skemmtileg staðreynd: Talandi um jólin, hefurðu heyrt um „Betlehemsstjörnuna“ í sögunni um fæðingu frelsarans? Kristnir trúa því að hún hafi verið björt stjarna sem boðaði fæðingu Jesú Krists. Hvort sem þú ert trúuð/trúaður eða ekki telja stjörnufræðingar sig hafa fundið út, að þetta biblíulega tákn hafi verið Júpíter og Venus og mjög þétt saman á himninum! Báðar þessar reikistjörnur skinu mjög skært yfir Miðausturlöndum, nóttina sem Jesú á að hafa fæðst.

Þessi frétt er unnin í góðu samstarfi við UNAWE og Space Scoop.

UNAWE, Universe Awareness for Young Children Space Scoop

Tengdar myndir

  • NGC 5189, hringþokaHér sést hringþokan NGC 5189. Hún er leifar stjörnu sem líktist sólinni okkar og er að deyja. Mynd: ESA/Hubble

 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica