Stjörnur á eftirlaunum gerast myndhöggvarar!
Þegar fólk mest á eftirlaun fær það sér oft áhugamál til að verja tíma sínum, til dæmis myndlist eða veiðar. Í miðju þessarar þoku fundu stjörnufræðingar nýlega tvær stjörnur sem komnar eru á eftirlaun (kallaðar hvítir dvergar) og hafa snúið sér að höggmyndalist! Rauður strókarnir eru efni sem hefur skotist út frá sitt hvorri hlið þessarar þoku. Í leiðinni hefur undið upp á strókanna vegna dans tveggja aldraðra stjarna svo þeir urðu S-laga.
Þegar stjarna eins og sólin hefur klárað allt eldsneytið sitt, byrjar hún að falla saman. Efnið í kjarna stjörnunnar þjappast saman í lítinn en þungan hnött við sem köllum hvítan dverg. Um leið missir stjarnan líka ytri gaslög sín út í geiminn. Gaslögin mynda hringþoku — fallegt ský sem umlykur hvíta dverginn eins og það sem sést á þessari nýju mynd.
Það gerist ekki oft að stjörnufræðingar finna hvíta dverga á braut um hvor annan í því sem stjörnufræðingar kalla tvístirnakerfi. Enn sérkennilegra er að þeir séu mjög nálægt hvor öðrum! Stjörnufræðingar áttu frekar von á að hvítir dvergar í tvístirnakerfi séu áratugi að hringsóla um hvor annan en þessir tveir eru bara rétt rúman dag að því!
Þegar stjörnurnar tvær dansa um hvor aðra hefur hreyfingin áhrif á strókanna. Það vinst upp á þá og þeir verða S-laga. Stjörnufræðingar hafa lengi velt fyrir sér hvernig þessir skrítnu strókar verða til og núna vita þeir það loksins!
Skemmtileg staðreynd: Brot á stærð við sykurmola úr hvítum dverg vegi álíka mikið og flóðhestur!
Frekari upplýsingar
Þessi frétt er unnin í góðu samstarfi við UNAWE og Space Scoop.
Tengdar myndir
- Á þessari mynd sést hringþokan Fleming 1 í stjörnumerkinu Mannfáknum. Þetta glæsilega fyrirbæri er glóandi gasský umhverfis deyjandi stjörnu. Nýjar mælingar hafa sýnt að í miðju þess er líklega mjög sjaldgæft par hvítra dvergstjarna. Mynd: ESO/H. Boffin
- Þessi teikning sýnir hvernig stjörnurnar tvær í miðju hringþokunnar Fleming 1 geta stjórnað myndum glæsilegra efnisstróka sem streyma burt frá fyrirbærinu. Mynd: ESO//L. Calçada